Sónninn

Ég á við hvimleitt vandamál að stríða. Spurning hvort hinir ljónskörpu lesendur þessarar síðu geti komið til aðstoðar? Hér á Mánagötunni eru þrjár íbúðir. Ein í kjallara, við á miðhæðinni og efri hæðin hjá Siggu og Benedikt. Upp á síðkastið hefur farið að bera á leiðinlegum són – einsleitu og háu hljóði sem varir frá …

Rauði fáninn

1.maí 1927: Samkvæmt lygafregnum borgarblaðana um Kína, þá hefir kommúnistum verið útrýmt úr Kína minnst 15 til 20 sinnum nú síðustu þrjá mánuðina. Í Shagghaj eru allir kommúnistar drepnir annanhvorn dag, og í örðum borgum viku til hálfsmánaðarlega. „Það er tunguni tamast, sem hjartanu er kærast.“ Kommúnistar verða aldrei vegnir með orðum. Lifi Sovjet-Kína.

Gosbrunnurinn?

Stúdentafélag Háskóla Íslands var um tíma nokkuð öflugt félag og átti pening í sjóði. Árið 1975 lagði félagið sjálft sig niður og færði rektor félagssjóðinn að gjöf. Sú gjöf var hins vegar skilyrt… …hún átti að fara í að byggja gosbrunn sem umlykja skyldi styttuna af Sæmundi fróða! Er ekki 34 ára undirbúningstími fullmikið af …

Stefán Group

Í dag voru framkvæmdastjórnmál iðkuð á Mánagötunni. Stórafrek dagsins fólust í því að Steinunn náði í pappírsbleðil, skrifaði á hann nöfn allrar famelíunnar (í þeirri röð hversu lengi hver og einn hefur búið í húsinu) og festi í útidyragluggann. Þar með getur Böðvar vænst þess að fá póst eins og aðrir á heimilinu. Við sama …

9 dagar

Skoðaði yfirlitið í heimabankanum í gær og rak augun í að búið var að bakfæra tíuþúsund króna færslu sem ég borgaði fyrir þjónustu um miðjan mánuðinn. Við bakfærsluna stóð að það væri „samkvæmt 9 daga reglu“. Ég hafði samband við fyrirtækið og benti þeim á að hafa samband við bankann útaf þessu. Þar á bæ …

Jón Baldvin & verðtryggingin

Saga verðtryggingarinnar á Íslandi er í hugum margra tengd Ólafi Jóhannessyni, enda var hún eitt lykilatriðið í Ólafslögum, sem við hann eru kennd. Ólafur sagði lögin hafa verið samin við eldhúsborðið heima hjá honum. Það getur ekki staðist… ég hef séð eldhúsborðið á Aragötunni, þar er ekki pláss fyrir mikla lagasmíð. En þótt lagabálkurinn beri …

Dómarinn (b)

Horfði á Frakkaleikinn á Eurosport, til að losna við hlutdræga íslenska þuli sem láta ákafann rugla dómgreindina. Lýsendurnir á Eurosport voru líka góðir og vel undirbúnir. Það fór samt ekki á milli mála að hjarta þeirra sló með Íslandi. Það litla sem ég sá af lýsingunni á RÚV, voru menn að tuða yfir rússneska dómaranum. …