Félagi Jesú & Kaupþingsskjölin

Fræg varð uppákoman þegar rifist var um unglingabókina Félaga Jesú í þingsölum. Guðrún Helgadóttir bað einn Sjálfstæðisþingmanninn, sem var með eintak undir höndum, um að lána sér bókina. Ragnhildur Helgadóttir var hins vegar fljót að hugsa og hrifsaði til sín hina háskalegu sögu… enda grunaði hún Guðrúnu um að ætla að lesa bókina úr ræðustól Alþingis, að hluta eða í heild, til að koma henni í Þingtíðindi!

Spurningin er – vantar okkur ekki núna vaskan þingmann sem les upp helstu upplýsingarnar úr hinu forboðna Kaupþingsskjali – í skjóli þinghelgi – og kemur þeim þannig inn í Alþingistíðindin um aldur og ævi?