Boavista (b)

Fyrir fáeinum árum virtist Boavista ætla að festa sig í sessi sem fjórða stóra liðið í Portúgal. 2003 tók félagið í notkun nýjan leikvang, Bessa XXI, sem er af mörgum talinn einn sá skemmtilegasti í boltanum.

En þetta reyndist Íkarusar-ævintýri. Fjárglæframennirnir sem áttu klúbbinn spenntu bogann of hátt og allt endaði í tárum. Boavista hefur húrrað niður deildarkeppnina og spilar nú við áhugamannalið að viðstöddu fámenni.

Fróðleg grein um málið á þessari síðu um portúgalska fótboltann.