Eurosport? (b)

Er einhver góðhjörtuð sál sem getur útskýrt fyrir mér hvernig Eurosport virkar?

Stöðin starfar á nokkrum svæðum. Þannig eru til bæði breska Eurosport og norræna Eurosport – sem hafa væntanlega nokkuð mismunandi dagskrá. Hvora útsendinguna (eða báðar) fá Íslendingar? Erum við á norræna svæðinu eða því breska?

Með öðrum orðum – sú saga gengur fjöllunum hærra að Eurosport muni kaupa sýningarréttinn að BSP-deildinni. Ég vil fá að vita hvort það þýðir að ég eigi kost á að sjá Luton leiki á Fjölvarpinu í vetur…