STASI

Gaman væri að fá álit formanns Sjálfstæðisflokksins á þeirri ákvörðun þýskra yfirvalda á sínum tíma að aflétta leyndinni af skýrslum austur-þýsku leynilögreglunnar, STASI.

Nú höfðu þær skýrslur að geyma upplýsingar sem safnað hafði verið í samræmi við gildandi lög og reglur – oftast nær í góðri trú. Opinberun gagnanna kom sér eflaust tilla fyrir fjölda fólks.

Var það villta vestrið?

(Tek þó strax fram að STASI-dæmið er að mörgu leyti gallað. Þannig slepptu þýsk yfirvöld því að aflétta leynd af gögnum vestur-þýsku leyniþjónustunnar – sem augljóslega var tilefni til.)