Borgarahreyfingin í útrás?

Formaður Borgarahreyfingarinnar skrifar mikinn pistil um lýðræði og vald. Þar eru reyndar nokkrar tormeltar setningar, svo sem: „Við munum ná í stýrishús stofnananna, þökk sé styrku sambandi við venjulegt fólk.“

Það áhugaverðasta í pistlinum eru þó lokaorðin, sem benda til þess að Borgarahreyfingin hyggi á landvinninga. Þar segir: „Við viljum verða hin nýja stjórnmálahreyfing sem Ítalir vilja, þótt þeir telji ómögulegt að slík hreyfing sé til.

Ætli Berlusconi sé farinn að svitna?