Lásar

Það er alltaf skemmtilegt þegar menn hafa metnað fyrir því sem þeir eru að gera.

Rakst á frábæran vef fyrirtækis sem sérhæfir sig í lásasmíði. Vek sérstaklega athygli á fréttasíðunni, sem er einskonar lásasmíða-blogg – þar sem tvinnað er saman frásögnum af skemmtilegum uppákomum í starfinu og almennum hugleiðingum um þjóðmál.

Á síðunni með myndum af starfsfólkinu sé ég líka gamlan skólabróður.

Svona eiga fyrirtækjavefir að vera!