Ísskápur

„Ég hef aldrei séð aðra eins frystikistu. Ég hef aldrei séð annan eins ísskáp!“ – söng Tappi tíkarrass um árið.

Legg til að Blönduós geri þetta lag að einkennismerki sínu. Þótt stjórnmálamenn tali um vinnu við gagnaver eins og hugbúnaðarstörf, þá er þetta í raun lítið annað en risastór kæliskápur.

Ef menn meta gildi nýrra stórfyrirtækja á grunni þess hversu mikið af menntuðu og sérhæfðu vinnuafli þau kalla á, þá tekur álver svona starfsemi í nefið. En ef umhverfismálin eru tekin með í reikningin getur dæmið litið öðruvísi út.

En það er þó ástæða til að óska Blönduóssbúum til hamningju. Og vonandi að reynslan verði meira í átt við frystikistulag Tappans en Greifanna…