Saga laga daganna

Í kosningunni um besta Pogues-lagið hér að neðan er rifjað upp lagið Tuesday morning. Það vekur upp spurninguna um hvort ekki sé hægt að búa til heila viku með nöfnum dægurlaga – og vel að merkja, lögin yrðu að vera góð. Þannig myndi Manic monday með Bangles ekki komast á listann. Hjálpið mér við að fylla vikuna:

Sunnudagur: Everyday is like Sunday, Morrissey

Mánudagur: Blue Monday, New Order

Þriðjudagur: Tuesday morning; The Pogues

Miðvikudagur: …

Fimmtudagur: …

Föstudagur: …

Laugardagur: …

# # # # # # # # # # # # #

Minni svo á þetta í kvöld, þriðjudag:

Söguganga í Laugardal
Árið 1930 var heitu vatni dælt úr Laugunum til Reykjavíkur í fyrsta sinn og markar það upphaf hitaveitu. Gengið verður um orkusöguslóðir: Laugardalur-Bolholt-Fúlatjörn. Gangan hefst við Þvottalaugarnar kl. 19:30. Leiðsögumaður er Stefán Pálsson sagnfræðingur.