Dómarinn (b)

Horfði á Frakkaleikinn á Eurosport, til að losna við hlutdræga íslenska þuli sem láta ákafann rugla dómgreindina. Lýsendurnir á Eurosport voru líka góðir og vel undirbúnir. Það fór samt ekki á milli mála að hjarta þeirra sló með Íslandi.

Það litla sem ég sá af lýsingunni á RÚV, voru menn að tuða yfir rússneska dómaranum. Það er ómaklegt.

Lýsendurnir á Eurosport gáfu þeirri rússnesku fína einkunn. Þeirra niðurstaða var á þá leið að hún hefði brugðist rétt við öllum helstu atriðum. Vítin tvö sem íslenska liðið fékk á sig voru bæði réttmæt. Í báðum tilvikum var um að ræða klaufaleg brot íslensku stelpnanna, sem líklega verður að skrifa á stress og taugaveiklun.

Frakkarnir voru bæði fljótari og teknískari en okkar stelpur, en íslenska liðið sterkara og grimmara. Niðurstaða lýsendanna var á þá leið að ef hægt væri að finna að einhverju varðandi dómgæsluna, þá væri það helst hversu mikið sumir íslensku leikmennirnir hefðu fengið að komast upp með.

Við getum í það minnsta ekki kvartað yfir dómaranum og kennt henni um úrslitin – þótt auðvitað hefðum við öll viljað ná sigri eða jafntefli útúr leiknum.

Join the Conversation

10 Comments

 1. Frakkarnir fengu nú enn og aftur að sparka Hólmfríði niður án þess að gerð væri athugasemd við það. Íslenska liðið yfirspennt, en það hjálpaði ekki til að dómarinn var alls ekki samkvæmur eftir vallarhelmingi.

 2. Hvaða vitleysa. Fyrra vítið er augljóst rugl, hitt vafasamt þar sem leikmaður á leið út úr teig fellur í baráttu um boltann. Ísland á síðan klárlega að fá víti þegar það er brotið á Hólmfríði innan teigs. Það breytir samt ekki því að íslenska liðið var einfaldlega lélegt lungann úr leiknum og átti ekkert meira skilið.

 3. það skiptir engu máli þótt leikmaður sé á leið út úr teignum eða hvað hann er yfirhöfuð að gera inn í teig, ef varnarmaður ýtir í hann þannig að hann dettur líkt og Ólína Viðarsdóttir gerði þá er það víti. Heimskulegt brot.

 4. Karlþulurinn á Eurosport var ljóti auminginn, síkvartandi undan að Ísland spilaði hart, konan hinsvegar reyndi sitt besta til að fá hann til að vilja dúkkubolta.
  (Ekki leiðinlegt ) ekki sama sem (skemmtilegt)

 5. Karlþulurinn á Eurosport var ljóti auminginn, síkvartandi undan að Ísland spilaði hart, konan hinsvegar reyndi sitt besta til að fá hann af því til að vilja dúkkubolta.
  (Ekki leiðinlegt ) ekki sama sem (skemmtilegt)

 6. Þetta var ekkert brot Óli, bara barátta um boltann og franska stelpan lét sig detta. Engu að síður er ég sammála því að ef dómari tekur ákvörðun um að þetta sé ekki leikaraskapur verður hann að dæma víti. Bendi bara á að miðað við aðstæður hefði dómarinn átt að sjá leikaraskapinn.

 7. Hún ýtti á hana með útréttri hendi, það telst brot. Auðvitað kryddaði hin þetta með því að detta fremur auðveldlega en lykilatriðið er að það var brotið á henni og því var algerlega réttlætanlegt að dæma víti. Dómarinn var líka búinn að leggja línuna að það mætti ekki gera mikið af sér í teignum, sbr. fyrri vítaspyrnuna sem mér fannst nú reyndar fremur undarlegur dómur.
  Það var margt annað úti á velli sem mér fannst miklu verri dómgæsla heldur en þessar blessuðu vítaspyrnur. Þó nokkuð um ósamræmi og ranga dóma.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *