9 dagar

Skoðaði yfirlitið í heimabankanum í gær og rak augun í að búið var að bakfæra tíuþúsund króna færslu sem ég borgaði fyrir þjónustu um miðjan mánuðinn. Við bakfærsluna stóð að það væri „samkvæmt 9 daga reglu“.

Ég hafði samband við fyrirtækið og benti þeim á að hafa samband við bankann útaf þessu. Þar á bæ könnuðust menn ekkert við þessa 9 daga reglu.

Og því spyr ég eins og flón: út á hvað gengur 9 daga reglan?