9 dagar

Skoðaði yfirlitið í heimabankanum í gær og rak augun í að búið var að bakfæra tíuþúsund króna færslu sem ég borgaði fyrir þjónustu um miðjan mánuðinn. Við bakfærsluna stóð að það væri „samkvæmt 9 daga reglu“.

Ég hafði samband við fyrirtækið og benti þeim á að hafa samband við bankann útaf þessu. Þar á bæ könnuðust menn ekkert við þessa 9 daga reglu.

Og því spyr ég eins og flón: út á hvað gengur 9 daga reglan?

Join the Conversation

5 Comments

  1. Stefán.

    Næst þegar þú átt viðtal við einhvern með svona athugasemd láttu við komandi fá blað og penna og segðu viðkomandi að setja þetta á blað fyrir þig og nafnið sitt undir !

  2. Er þetta ekki til að þeir geti bakfært inn á kortið vilji viðskiptamaðurinn skila vörunni? Ekki að þetta sé algengt hérna, en alvanalegt í Bandaríkjunum þar sem ég bjó áður. Þar er sumsé raunverulega hægt að skila vöru og fá endurgreitt, veit að það hljómar undarlega…

  3. Það eru 14 dagar í Noregi. Getur skilað öllu, rift öllum (flestum) kaupsamningum og þess háttar innan 14 daga.

  4. Ef sá sem þú verslar við skilar ekki kvittunum (þar á meðal kvittuninni með undirskriftinni þinni) inn til bankans og þar með staðfestir að færslan hafi átt sér stað, innan 9 daga bakfæra bankarnir færsluna sjálfkrafa.

    En söluaðilinn getur samt skilað inn kvittunum eftir þann tíma og bankinn mun taka þetta aftur út af reikningnum þegar haldbær sönnun á viðskiptunum kemur til þeirra. Svo ef þú veist að þessi færsla var rétt, ekki eyða aurnum.

    Þetta er í raun bara hentugt þegar kortafærslur fara óvart tvisvar (eða oftar) í gegn og þú tekur ekki eftir því sjálfur innan 9 daga.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *