Gosbrunnurinn?

Stúdentafélag Háskóla Íslands var um tíma nokkuð öflugt félag og átti pening í sjóði.

Árið 1975 lagði félagið sjálft sig niður og færði rektor félagssjóðinn að gjöf. Sú gjöf var hins vegar skilyrt…

…hún átti að fara í að byggja gosbrunn sem umlykja skyldi styttuna af Sæmundi fróða!

Er ekki 34 ára undirbúningstími fullmikið af því góða? Ég vil fá gosbrunninn!

Join the Conversation

5 Comments

  1. Þetta er nú ekki eina dæmið um gosbrunn á Háskólasvæðinu. Þegar gamla Stúdentaheimilið var í byggingu þá var gert ráð fyrir gosbrunn í anddyrinu, þ.e. fyrir utan gömlu Bóksöluna.
    Aldrei varð af uppsetningunni á gosbrunninum, en þó gekk þetta svo langt að lagnir voru lagðar.

  2. Er þetta ekki martröð allra stofnana. Einhverjir stofna félagasamtök, safna aurum og gefa með skilyrði um að hér verði reist… stjörnusambandsstöð, listasafn, gosbrunnur, briddsheimili…

  3. Geturðu bent mér á einhverjar heimildir fyrir þessu skilyrði um gosbrunninn?

    Stúdentafélagið átti varla mikla sjóði – um það leyti sem það lagði sig niður sá það um tvö árleg böll í HÍ, Vetrarfagnaði og Rússagildi (busaböll).

    Ennfremur lauk sögu félagsins ekki þegar það lagði sig niður um þetta leyti (reyndar held ég það hafi verið 1974 en ekki 75), því að það var nokkru ríðar endurreist í óþökk fyrri stjórnar, sem reyndi að stela félaginu aftur á aðalfundi ári síðar – af því spruttu lagadeilur sem enduðu í hæstarétti – mér skilst að dómurinn sé kenndur í félagarétti í HÍ.

  4. Það var sagt frá þessu í dagblöðum um það leyti sem félaginu var slitið. Apríl 1975. Gott ef ég rakst ekki á þetta í Tímanum snemma í þeim mánuði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *