Stefánslögmálið

Ég hef sett fram nýtt lögmál, sem ég reikna með að muni bera nafn mitt og halda því á lofti hér eftir. Lögmálið er stuttu máli á þessa leið:

Í hvert sinn sem maður ræsir út iðnaðarmann til að finna skýringu á tokennilegu hljóði sem alla er að æra og ráða niðurlögum þess, má treysta því að hljóðið heyrist ekki rétt á meðan iðnaðarmaðurinn er á svæðinu. Þetta gildir sérstaklega ef hann hefur verið kvaddur til á sunnudegi.

Join the Conversation

4 Comments

  1. Já, en það er frátekið, fyrir lögmál Stefan’s Boltzmans um að orka sem streymir frá svarthlut sé í réttu hlutfalli við hitastig hans í fjórða veldi.

  2. Þetta er sama eðlis og þegar maður lætur bifvélavirkja aka bílnum sínum til að heyra óhljóðið sem er að æra mann. Hljóðið heyrist ALDREI þegar bifvélavirkinn sest upp í bílinn.

  3. Tengist þetta nokkuð því þegar maður pantar sér tíma hjá heimilislækni vegna einhvers verks að þá er verkurinn alltaf horfinn þegar loksins er komið að tímanum og maður er aldrei almennilega viss um hvort maður eigi að mæta eður ei?

  4. Þetta virkar líka í hina áttina, þ.e. ef maður ætlar að sýna einhverjum eitthvert flott trix eða tól, má ganga að því sem gefnum hlut að einmitt á því augnabliki virkar það ekki sem skyldi.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *