Ég hef sett fram nýtt lögmál, sem ég reikna með að muni bera nafn mitt og halda því á lofti hér eftir. Lögmálið er stuttu máli á þessa leið:
Í hvert sinn sem maður ræsir út iðnaðarmann til að finna skýringu á tokennilegu hljóði sem alla er að æra og ráða niðurlögum þess, má treysta því að hljóðið heyrist ekki rétt á meðan iðnaðarmaðurinn er á svæðinu. Þetta gildir sérstaklega ef hann hefur verið kvaddur til á sunnudegi.