Á toppnum (b)

Luton-mönnum var kippt niður á jörðina og minnt á hversu djúpt liðið er sokkið. Andstæðingarnir, Gateshead tóku bara 48 stuðningsmenn með sér á Kenilworth Road. Einn leikmanna andstæðinganna var forfallaður… hann var nefnilega bundinn í brúðkaupi systur sinnar. Eitthvað segir mér að slík afsökun myndi ekki ganga í úrvalsdeildinni. Við unnum – þótt öllum heimildum …

Ísskápur

„Ég hef aldrei séð aðra eins frystikistu. Ég hef aldrei séð annan eins ísskáp!“ – söng Tappi tíkarrass um árið. Legg til að Blönduós geri þetta lag að einkennismerki sínu. Þótt stjórnmálamenn tali um vinnu við gagnaver eins og hugbúnaðarstörf, þá er þetta í raun lítið annað en risastór kæliskápur. Ef menn meta gildi nýrra …

Megrahi

Líbýumaðurinn Megrahi, sem dæmdur var fyrir að sprengja upp farþegaþotuna í Lockerbie-harmleiknum, verður líklega látinn laus á morgun af heilsufarsástæðum. Fyrir tæpum áratug sökkti ég mér ofaní réttarhöldin yfir Megrahi. Það var allt hið furðulegasta. Atburðarásin sem saksóknarinn dró upp af sprengjutilræðinu var langsótt og flókin. Margt í málatilbúnaðinum reyndist standa á veikum grunni, enda …

Lásar

Það er alltaf skemmtilegt þegar menn hafa metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Rakst á frábæran vef fyrirtækis sem sérhæfir sig í lásasmíði. Vek sérstaklega athygli á fréttasíðunni, sem er einskonar lásasmíða-blogg – þar sem tvinnað er saman frásögnum af skemmtilegum uppákomum í starfinu og almennum hugleiðingum um þjóðmál. Á síðunni með myndum …

Wimbledon & Mansfield (b)

Tvær fyrstu umferðirnar eru búnar í enska boltanum í BSP-deildinni (sem ég þyrfti helst að ná að íslenska – Blue Square Premium… gæti það verið Bláskjásdeildin?) Enn sem stendur er hins vegar ekki ljóst hversu margir leikir eru eftir. Chester City átti að hefja leik sem 24. lið með tuttugu og fimm stig í mínus …

Reykjavíkurslagur (b)

Valur og Fram mætast í kvöld. Þótt liðin séu bæði um miðja deild, þá er þetta einhvern veginn einn af aðalleikjum sumarsins. Fyrir fáeinum árum hefði ég alltaf litið á KR-inga sem helstu andstæðinga okkar Framara. Það er alveg búið. Valsmenn eru klárlega komnir í efsta sætið á listanum yfir erkifjendur og mér heyrist að …

Borgarahreyfingin í útrás?

Formaður Borgarahreyfingarinnar skrifar mikinn pistil um lýðræði og vald. Þar eru reyndar nokkrar tormeltar setningar, svo sem: „Við munum ná í stýrishús stofnananna, þökk sé styrku sambandi við venjulegt fólk.“ Það áhugaverðasta í pistlinum eru þó lokaorðin, sem benda til þess að Borgarahreyfingin hyggi á landvinninga. Þar segir: „Við viljum verða hin nýja stjórnmálahreyfing sem …

Eitt símtæki – mörg númer?

Ýmsir kannast við vandamálið að þurfa að hafa meira en einn farsíma. Sumir hafa vinnusíma og einkasíma. Aðrir eru með tvö  númer: eitt sem þeir gefa hverjum sem er upp og annað sem einungis fáir útvaldir fá að vita um. Þetta hefur þann augljósa ókost að viðkomandi þarf alltaf að hafa á sér tvö eða …