Á toppnum (b)

Luton-mönnum var kippt niður á jörðina og minnt á hversu djúpt liðið er sokkið. Andstæðingarnir, Gateshead tóku bara 48 stuðningsmenn með sér á Kenilworth Road. Einn leikmanna andstæðinganna var forfallaður… hann var nefnilega bundinn í brúðkaupi systur sinnar. Eitthvað segir mér að slík afsökun myndi ekki ganga í úrvalsdeildinni. Við unnum – þótt öllum heimildum …

Ísskápur

„Ég hef aldrei séð aðra eins frystikistu. Ég hef aldrei séð annan eins ísskáp!“ – söng Tappi tíkarrass um árið. Legg til að Blönduós geri þetta lag að einkennismerki sínu. Þótt stjórnmálamenn tali um vinnu við gagnaver eins og hugbúnaðarstörf, þá er þetta í raun lítið annað en risastór kæliskápur. Ef menn meta gildi nýrra …

Megrahi

Líbýumaðurinn Megrahi, sem dæmdur var fyrir að sprengja upp farþegaþotuna í Lockerbie-harmleiknum, verður líklega látinn laus á morgun af heilsufarsástæðum. Fyrir tæpum áratug sökkti ég mér ofaní réttarhöldin yfir Megrahi. Það var allt hið furðulegasta. Atburðarásin sem saksóknarinn dró upp af sprengjutilræðinu var langsótt og flókin. Margt í málatilbúnaðinum reyndist standa á veikum grunni, enda …

Lásar

Það er alltaf skemmtilegt þegar menn hafa metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Rakst á frábæran vef fyrirtækis sem sérhæfir sig í lásasmíði. Vek sérstaklega athygli á fréttasíðunni, sem er einskonar lásasmíða-blogg – þar sem tvinnað er saman frásögnum af skemmtilegum uppákomum í starfinu og almennum hugleiðingum um þjóðmál. Á síðunni með myndum …

Skuðið

Var að róta í geisladiskastandinum í dag og rakst á disk sem ég hafði ekki spilað í óratíma. Skellti honum í spilarann og er búinn að láta rúlla tvo hringi. Þetta var Skuðið í tussunni, hljómleikadiskur og eina afurð hinnar merku sveitar Tony Blair. Alveg var ég búinn að gleyma því hvað Tony Blair var …

Borðspil

Um daginn fékk ég fyrirspurn frá miklum spilaáhugamanni sem hafði rambað á það á netinu að ég ætti Kjördæmaspilið frá 1959. Sá var einmitt á höttunum eftir reglunum fyrir þetta ágæta spil (en mun verða fyrir vonbrigðum, þar sem reglurnar ganga ekki upp). Í kjölfarið benti hann mér á vefsíðu þar sem búið er að …

Borgarahreyfingin í útrás?

Formaður Borgarahreyfingarinnar skrifar mikinn pistil um lýðræði og vald. Þar eru reyndar nokkrar tormeltar setningar, svo sem: „Við munum ná í stýrishús stofnananna, þökk sé styrku sambandi við venjulegt fólk.“ Það áhugaverðasta í pistlinum eru þó lokaorðin, sem benda til þess að Borgarahreyfingin hyggi á landvinninga. Þar segir: „Við viljum verða hin nýja stjórnmálahreyfing sem …