25. skiptið

Kertafleyting friðarhreyfinganna í minningu kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki verður haldin kl. 22:30 á fimmtudagskvöld við Reykjavíkurtjörn. Þetta verður í tuttugasta og fimmta skiptið sem kertum verður fleytt á Tjörninni að þessu tilefni. Ætli ég hafi ekki náð svona 22-23 fleytingum. Missti reyndar af fyrsta skiptinu, 1985. Þótt ég hafi verið viðloðandi þessa aðgerð núna …

Í einkaerindum

Óskaplega var það kjánaleg uppákoma fyrr í sumar þegar Össur Skarphéðinsson túraði Evrópu (gott ef hann fór ekki til Möltu og e-ð víðar) og síðan gátu menn þrefað um það í þingsölum í 1-2 daga hvort hann hafi verið á eigin vegum, ráðuneytisins, ríkisstjórnarinnar eða hvað það nú var… Það er alltaf eitthvað kauðskt við …

En hvað segir skatturinn?

Helgi Hrafn Guðmundsson er væntanlega kampakátur, því samkvæmt þessari frétt álpaðist hann til að safna 740 þúsund króna skuld hjá Aðalvídeóleigunni, sem felld hefur verið niður. … En nú spyr maður sig (í ljósi umræðunnar um niðurfellingu á ábyrgðum yfirmanna hjá Kaupþingi): hvað segir skatturinn? Er ekki morgunljóst að Helgi Hrafn verður að telja þessa …

STASI

Gaman væri að fá álit formanns Sjálfstæðisflokksins á þeirri ákvörðun þýskra yfirvalda á sínum tíma að aflétta leyndinni af skýrslum austur-þýsku leynilögreglunnar, STASI. Nú höfðu þær skýrslur að geyma upplýsingar sem safnað hafði verið í samræmi við gildandi lög og reglur – oftast nær í góðri trú. Opinberun gagnanna kom sér eflaust tilla fyrir fjölda …

Nýtni

Foreldrar mínir vita að það er ljótur ávani að henda hlutum sem eru í fínu lagi, þótt ekki séu not fyrir þá akkúrat í augnablikinu. Í kvöld létu þau okkur fá bleyjupakka ofan úr skáp, til að við gætum notað á Böðvar. Þau töldu það vel af sér vikið að hafa geymt pakkann frá því …

Déja vu

Bíddu – hvernig er aftur sameiginlega söguskoðunin um hvað hafi klikkað í aðdraganda efnahagshrunsins? Er hún ekki eitthvað á þá leið að eftirlitsstofnanirnar hafi klikkað? Kapítalistar séu þjóðflokkur – ekki ólíkt böldnum strákum – sem muni alltaf reyna að komast upp með eins mikið og þeim er leyft. Þess vegna hefur voða lítið upp á …

Eurosport? (b)

Er einhver góðhjörtuð sál sem getur útskýrt fyrir mér hvernig Eurosport virkar? Stöðin starfar á nokkrum svæðum. Þannig eru til bæði breska Eurosport og norræna Eurosport – sem hafa væntanlega nokkuð mismunandi dagskrá. Hvora útsendinguna (eða báðar) fá Íslendingar? Erum við á norræna svæðinu eða því breska? Með öðrum orðum – sú saga gengur fjöllunum …

Boavista (b)

Fyrir fáeinum árum virtist Boavista ætla að festa sig í sessi sem fjórða stóra liðið í Portúgal. 2003 tók félagið í notkun nýjan leikvang, Bessa XXI, sem er af mörgum talinn einn sá skemmtilegasti í boltanum. En þetta reyndist Íkarusar-ævintýri. Fjárglæframennirnir sem áttu klúbbinn spenntu bogann of hátt og allt endaði í tárum. Boavista hefur …

Félagi Jesú & Kaupþingsskjölin

Fræg varð uppákoman þegar rifist var um unglingabókina Félaga Jesú í þingsölum. Guðrún Helgadóttir bað einn Sjálfstæðisþingmanninn, sem var með eintak undir höndum, um að lána sér bókina. Ragnhildur Helgadóttir var hins vegar fljót að hugsa og hrifsaði til sín hina háskalegu sögu… enda grunaði hún Guðrúnu um að ætla að lesa bókina úr ræðustól …