Björgvin G. Sigurðsson ber sig aumlega á Pressu-síðu sinni og segir það lygi að vefsíðu hans hafi verið kippt úr loftinu um það leyti sem hrunið reið yfir. Ég hef því með síðustu færslu óaðvitandi tekið þátt í því að breiða út lygi – og þykir það afar miður. Björgvin skrifar: Því skal hið rétta …
Monthly Archives: september 2009
Gestaþrautin
Fréttablaðið stingur upp á skemmtilegri gestaþraut í dálkinum Frá degi til dags í dag. Þar er vakin athygli á nýjum og frábærum vef: vefsafn.is, sem varðveitir vefskrif á íslensku. Stígur blaðamaður Fréttablaðsins bendir á að þar geti áhugamenn um góðærisbókmenntir tekið gleði sína á ný, því hægt sé að nálgast hina týndu heimasíðu Björgvins G. …
Enn um Þjóðstjórnina
Áður hefur verið fjallað á þessu bloggi um hvimleiðar sögulegar rangfærslur um Þjóðstjórnina svokölluðu frá árinu 1939. Margir hafa orðið til að stinga upp á að mynduð verði þjóðstjórn til að bregðast við kreppunni (og hér verður engin afstaða tekin til þess hvort það sé góð eða vond hugmynd). Hvimleiðara er hins vegar þegar menn …
RJF
Jæja, núna eru Svisslendingarnir búnir að handtaka Polanski og ætla að framselja hann til Bandaríkjanna. Er hér ekki komið nýtt verkefni fyrir RJF-hópinn. Nú er Fischer látinn og Aron Pálmi frjáls. Polanski til Reykjavíkur er rakið baráttumál.
Úðafoss
Til þessa hefur Frambókin mín ekki verið til sölu annars staðar en á skrifstofu Fram. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er nefnilega hægt nú að kaupa bókina í Úðafossi á Vitastíg. Mér finnst það frábærlega svalt að bókin sé til sölu í fatahreinsun. Og það meira að segja bestu fatahreinsun bæjarins…
Endurkoma (b)
Klukkan þrjú í dag ætlaði ég að setjast niður og skrifa bloggfærsluna um að Mick Harford yrði að hætta sem knattspyrnustjóri Luton. Við vorum þá 2:0 undir gegn Cambridge og manni færri í hálfleik. Eftir hlé spýttu strákarnir hins vegar í lófana. Skoruðu fjögur mörk gegn einu og unnu 3:4. Gæti þetta reynst leikurinn sem …
Frost er úti fuglinn minn
Frétta- og upplýsingavefnum Kaninku hefur borist tilkynning frá AMX, sem er fremsti fréttaskýringarvefur landsins í stafrófinu. Hún er á þessa leið: „Ritstjórar AMX harma að þurfa að flytja dyggum lesendum sínum þær leiðinlegu fregnir að ákveðið hefur verið að afleggja dálkinn Fuglahvísl. Ástæðan er sú að Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá …
Góðar fréttir & vondar
Ég færi ykkur góðar fréttir og vondar fréttir. Góðu fréttirnar eru að Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Vondu fréttirnar eru að þetta gerðist fimmtán árum of seint. Í tuttugu ár höfum við Íslendingar mátt búa við fjölmiðlamarkað þar sem nær öll blöð sem e-ð hefur kveðið að hafa verið í eigu hægrimanna og haldið …
Fimmtudagsgáta
Hvað á þetta fólk sameiginlegt: * leikkonan Elizabeth Taylor * söngvarinn Lenny Kravitz * Christoph Schneider (trymbill í Rammstein) * kvikmyndaleikstjórinn István Szabó Og giskiði nú.
Frátekið borð
Gulli hárgreiðslumaður, sem starfaði í Kirkjustrætinu, er látinn. Fór nokkrum sinnum til hans þegar ég var í Menntó, enda stofan steinsnar frá MR. Um tíma vorum við Gulli líka fastagestir á sama kaffihúsinu. Þegar ég var á öðru ári í MR sótti ég nefnilega talsvert Kaffi Ingólfsbrunn – hálfgerða búllu í kjallara Miðbæjarmarkaðarins. Þar var …