Þarmar

Í framhaldi af fyrri bloggfærslu um þýðingarforrit á netinu…

Fyrr í dag var mér bent á upplýsingasíðu á vegum Reykjavíkur þar sem fjallað er um möguleika ferðamanna á að fræðast um jarðvarma og orkunýtingu. Textinn var að stofni til fenginn úr kynningarriti sem prentað var í tugþúsundum eintaka og dreift um allar trissur.

Gamalt og gott slagorð úr íslenska orkugeiranum er: „orka úr iðrum jarðar“. Það er fínn frasi. Hljómmikill og grípandi.

En einhvern veginn finnst manni að einhverjar bjöllur hefðu átt að hringja á auglýsingastofunni áður en ákveðið var að hafa yfirskriftina: Energy from the bowels of the Earth!

Átsj…