Já, ráðherra & Staksteinar

Yes, Minister! – eru mögulega bestu stjórnmálaskýringaþættir sem gerðir hafa verið. Legg til að sem sparnaðarráðstöfun í rekstri Háskólans verði einum kennara stjórnmálafræðiskorar sagt upp en nemendunum í staðinn gefið heildarsafn þáttanna. Held að það myndi bæði tryggja ódýrari rekstur og skila okkur betri stjórnmálafræðingum.

Í sígildum þætti takast ráðherrann og ráðuneytisstjórinn á um hugmyndir þess fyrnefnda að reyna að draga úr reykingum. Ráðuneytisstjórinn er nátengdur reykingalobbýinu og vill ekki sjá neinar aðgerðir til að fækka reykingamönnum. ráðherra bendir á sláandi dánartíðni reykingafólks:

Jim Hacker: „Humphrey, we are talking about 100,000 deaths a year.“
Sir Humphrey: „Yes, but cigarette taxes pay for a third of the cost of the National Health Service. We are saving many more lives than we otherwise could because of those smokers who voluntary lay down their lives for their friends. Smokers are national benefactors.“

Þessi samtalsbútur kemur óneitanlega upp í hugann við lestur Staksteina Moggans í gær. Þar er amast við því að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vilji draga úr reykingum. Moggi segir:

„En ef allir reykingamenn hættu að reykja á morgun, missti ríkisstjórnin, sem VG situr í, af stórum tekjupósti. Stutt er síðan álögur á tóbakið voru auknar stórlega til að afla ríkissjóði peninga í hallærinu.“

Jahá!

Join the Conversation

5 Comments

 1. Eitt af mörgu áhugaverðu við Yes Minister þættina er að þeir voru samdir undir miklum áhrifum af public choice hagfræðikenningunni, sem var einn hornsteinninn í Thatcher-stefnunni. Antony Jay sagði sjálfur: The fallacy that public choice economics took on was the fallacy that government is working entirely for the benefit of the citizen; and this was reflected by showing that in any [episode] in the programme, in Yes Minister, we showed that almost everything that the government has to decide is a conflict between two lots of private interest – that of the politicians and that of the civil servants trying to advance their own careers and improve their own lives. And that’s why public choice economics, which explains why all this was going on, was at the root of almost every episode of Yes Minister and Yes, Prime Minister.

 2. Er einhverstaðar hægt að nálgast tölur um hlutfall tekna ríkisins sem koma af reykingum?

 3. Raunar man ég eftir frétt fyrir nokkrum árum um skýrslu, sem einhverjir tryggingastærðfræðingar í Evrópu höfðu unnið. Þeim taldist svo til að félags- og heilbrigðiskerfi Vesturlanda myndu fara lóðbeint á hausinn ef reykingamenn létu allir sem einn af ósiðnum. Ef ég man rétt bentu þeir á að reykingamenn deyja að jafnaði fyrr og mun hraðar en hinir reyklausu, einatt er styttist í eftirlaun. Þeir innheimta því ekki eftirlaunin, sem kemur öðrum til góða, en umfram allt spara þeir kerfinu langa öldrunarvist og mun lengri banalegu en ella. Sir Humprey var ekki víðs fjarri þessum rökum.

 4. P.S. Ofangreint snýst um útgjöld, sem reykingamenn spara kerfinu með ósið sínum, en ég hef miklar efasemdir um að tekjur ríkisins af þeim skipti minnsta máli í ríkisfjármálunum, líkt og Staksteinar virðist halda.

 5. Þetta eru með öllu þarfalausar vangaveltur.

  Eftir því sem reykingar minnka og reykingarmenn (og aðrir) lifa lengur, eykst önnur skattbyrði almennings. E.t.v. meira að tiltölu til á áfengi og sykur og annan „lúxus“ heldur en á aðrar vörur eða á tekjur.

  Ef allir reykingarmenn hætta einn tveir og nú að reykja, yrði löggjafinn að bregðast álíka skjótt við til þess að stoppa upp í skatttekjugatið. Sama ef allir sem dáið hafa á sl. 20 árum vakna alltíeinu til lífsins og fara á ellilífeyri hjá TR.

  En hlutirnir gerast ekki svona hratt…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *