Rauðu djöflarnir (b)

Á morgun spilar Luton við Rauðu djöflana.

…nei, ekki Manchester United, heldur hina Rauðu djöflana – Crawley Town.

Stemningin hjá Luton-mönnum er þunglyndisleg. Erum í fimmta sæti, en með leik til góða, eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjunum. Markatalan er 8:3 – sem segir nú sína sögu.

Við höfum í raun bara leikið vel í einnum leik – í annrri umferð og svo á köflum í fyrstu umferðinni. Síðustu fjórir leikir hafa verið afleitir. Næstu þrír leikir ráða heilmiklu um framhaldið. Ef við förum ekki að vinna leiki þarf að grípa til einhverra róttækra aðgerða.