Spádómur

Hér er spádómur:

Eftir 40 ár – verða tungumálaþýðingarforrit orðin gríðarlega fullkomin og búin að gjörbreyta því hvernig við hugsum um tungumál. Vísitöluíslendingurinn mun jöfnum höndum geta lesið dagblöð á grænlensku, hlustað á útvarpsfréttir á Swahili og horf á textaðar teiknimyndir á kínversku.

Þá mun fólki finnast rosalega fyndið að grafa upp tilvitnanir í gömul blogg þar sem menn eru að gera grín að Google-þýðingavélinu. Það mun þykja álíka asnalegt og að hafa verið á móti símanum.

Ég ætla ekki að verða aðhlátursefni árið 2049 og segi því: Google þýðingavélin er æði. Það eruð bara þið sem eruð að slá inn asnalegar setningar skúnkarnir ykkar!