Amsterdamska

Fékk rétt í þessu þá fregn að Olga Amsterdamska sé látin.

Hún var einhver veigamesti vísindafélagsfræðingur samtímans. Held að allir stúdentar í nútíma-vísindafélagsfræði séu látnir lesa ritdóm hennar um Science in Action eftir Bruno Latour.

Ritdómurinn bar þann aggressíva titil: Surely You Are Joking, Monsieur Latour! (sem er ótrúlega svalt nafn á grein…) Þar pönkaðist Amsteramska á Latour fyrir að Actor-Network kenningin hefði engu uppbyggilegu hlutverki að gegna og bætti engu við þekkingarfélagsfræðina.

Ég var svo sem aldrei fyllilega sammála þessari greiningu (enda sökker fyrir frönskum heimspekitöffurum) en ritdómurinn var samt flottur.