Rökrétt afstaða Brown

Breskir fjölmiðlar gera mikið úr tregðu Gordons Brown við að styðja kröfur ættingja fólks sem drepið var af IRA og vill sækja bætur til Líbýu. Forsendur slíks máls væru þær að Líbýumenn seldu IRA vopn og veittu þeim líklega fjárstuðning til viðbótar.

Auðvitað er það rökrétt að breskur forsætisráðherra þybbist við í málinu. Bretland er jú vopnasöluríki og hefur sem slíkt aldrei viljað taka ábyrgð á þeim hörmungum sem vopn þess valda í öðrum löndum.