Þumalputtaregla fyrir nýbakaða foreldra þegar kemur að því að barni sínu nafn er sú að máta nafnið, t.d. í öllum föllum og í ólíku samhengi. Þannig eru stúlknanöfnin Lind og Ýr ágæt hvort í sínu lagi – en afleit saman.
Aðstandendur nýja stjórnmálaaflsins – Hreyfingarinnar – virðast hafa fallið á þessu prófi.
Hreyfingin er kotroskið nafn, ef tilurð hópsins er höfð í huga. Liðsmenn Hreyfingarinnar virðast heldur ekki hafa áttað sig á því í hvaða samhengi orðið verður einkum notað.
Í eldhúsdagsumræðum verður talað um ræðumenn þingflokks Hreyfingarinnar. Í einstökum málum verður rætt við talsmann þingflokks Hreyfingarinnar í viðkomandi málaflokki… o.s.frv.
Hið augljósa næsta skref er að nafnið Þingflokks-Hreyfingin festist. Og reyndar er Þingflokkshreyfingin miklu betra og meira lýsandi heiti…