Frost er úti fuglinn minn

Frétta- og upplýsingavefnum Kaninku hefur borist tilkynning frá AMX, sem er fremsti fréttaskýringarvefur landsins í stafrófinu. Hún er á þessa leið:

„Ritstjórar AMX harma að þurfa að flytja dyggum lesendum sínum þær leiðinlegu fregnir að ákveðið hefur verið að afleggja dálkinn Fuglahvísl. Ástæðan er sú að Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Í ljósi þess að megnið af færslum fuglahvíslaranna hefur gengið út á að tuða yfir störfum Þóru Kristínar, sér ritstjórnin ekki fram á að hafa ímyndunarafl til að halda dálknum úti lengur.“

Join the Conversation

3 Comments

  1. Uppsögn Þóru Kristínar markar töluverð tímamót fyrir lestur manns á mbl.is, þar sem fréttirnar hennar báru af þar.

    Persónulega finnst mér meira áfall fyrir Morgunblaðið hvaða starfsmenn það missir heldur en að það hafi ráðið fáeina menn í staðinn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *