Join the Conversation

1 Comment

 1. Ég hef stundum lent í því að segja brandara sem enginn skilur. Fréttir af handtöku Polanski í Sviss rifjaði upp einn svoleiðis. Það var líklega um 1985 að ég fór til Ibiza að heimsækja félaga minn sem var þar fararstjóri í nokkur sumur. Þar var mikið af ungu fólki og fararstjórinn hafði í ýmsu að snúast. Tvær 18 ára blómarósir komu að máli við hann eftir að hafa fengið boðsmiða á aðal diskótekið í bænum, Ku held ég að það hafi verið kallað. Þær treystu sér ekki alveg til að fara einar en þar sem fararstjórinn var upptekinn var ég sendur með sem fylgdarmaður. Ku var risastórt fyrirbæri, að mestu úti undir beru lofti. Við þvældumst þarna eitthvað um og einhvernveginn tókst okkur að villast upp í einhverja VIP stúku á meðan dyravörðurinn leit undan. Þar settumst við í bás og fylgdust með liðinu.

  „Stelpur sjáið hver situr þarna,“ sagði ég og benti með höfðinu yfir í næsta bás.

  Stúlkurnar litu við og sáu þar mann með nokkrum ungum konum.

  „Hver er þetta?“ spurðu þær í kór.

  „Roman Polanski,“ sagði ég.

  „Hver er það?“ spurðu þær aftur.

  „Þetta er allt í lagi stelpur mínar. Þið eruð hvort sem er of gamlar fyrir hann,“ sagði ég en þær skildu auðvitað ekki brandarann.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *