Fyrsta verk Davíðs

Inga Lind Karlsdóttir þarf líklega að leita sér að nýrri vinnu núna. Það er jú ljóst að fyrsta verk Davíðs Oddssonar á stóli ritstjóra Morgunblaðsins verður að slá af hugmyndina um fréttaútsendingar Morgunblaðsins á Skjá einum. …eða var það ekki eiginlega eini tilgangurinn með fjölmiðlalögum Davíðs Oddssonar á sínum tíma: að banna aðilum sem gefa …

Nafnið

Þumalputtaregla fyrir nýbakaða foreldra þegar kemur að því að barni sínu nafn er sú að máta nafnið, t.d. í öllum föllum og í ólíku samhengi. Þannig eru stúlknanöfnin Lind og Ýr ágæt hvort í sínu lagi – en afleit saman. Aðstandendur nýja stjórnmálaaflsins – Hreyfingarinnar – virðast hafa fallið á þessu prófi. Hreyfingin er kotroskið …

Þjóðin hafnar Bubba, Margréti Láru & handboltalandsliðinu

Skoðanakönnunin sem birt var í gær um „sameiningartákn þjóðarinnar“ var kjánaleg – enn kjánalegri var þó túlkun fjölmiðla á henni. Nú étur t.d. hver upp eftir öðrum að 1% þjóðarinnar líti á forsetann sem sameiningartákn – og 99% geri það þar af leiðandi ekki. Nú er það svo sem alveg ljóst að Ólafur Ragnar er …

Í kvöld

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í fréttirnar á vormánuðum þegar stjornarherinn í landinu gekk milli bols og höfuðs á sveitum Tamíl-tígra. Daglega berast nýjar fréttir af afleiðingum átakanna og mannréttindabrotum á eynni. Íslendingar hafa haft talsverð afskipti af málefnum Sri Lanka, til dæmis með því að …

Önnur sjónarmið

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar stendur fyrir dyrum. Einhvern veginn eru allir svo sannfærðir um að fundurinn muni leysast upp í hjaðningavíg og deilur að ég er farinn að hallast að því að hið gagnstæða gerist. Að það verði bara nokkuð góður samhljómur. Í fréttum er talað eins og hreyfingin skiptist upp í tvo arma. Í öðrum eru …