Myndin skýrist

Um verslunarmannahelgina varð ég fyrir því að hraðbanki gleypti debetkortið mitt. Það var sagt útrunnið, þótt síðar hefði komið í ljós að það átti ekki að renna út fyrir en nokkrum mánuðum síðar. Í einfeldni minni kenndi ég tölvumistökum um og spáði svo ekki meira í þessu. Þökk sé þessari grein, sé ég atburðarásina hins …

Rökrétt afstaða Brown

Breskir fjölmiðlar gera mikið úr tregðu Gordons Brown við að styðja kröfur ættingja fólks sem drepið var af IRA og vill sækja bætur til Líbýu. Forsendur slíks máls væru þær að Líbýumenn seldu IRA vopn og veittu þeim líklega fjárstuðning til viðbótar. Auðvitað er það rökrétt að breskur forsætisráðherra þybbist við í málinu. Bretland er …

Rúðuborg

Glerálman, hið nýja anddyri Minjasafns OR (og síðar Fornbílaklúbbsins) hefur hlotið nafn. Hún nefnist Rúðuborg og ég er þá væntanlega orðinn jarlinn af Rúðuborg eða e-ð álíka. Í kvöld var fyrsta stóra samkoman haldin í Rúðuborg. Sönghópurinn Hymnodia frá Akureyri hélt frábæra tónleika að viðstöddum 80 gestum eða þar um bil. Hljómburðurinn reyndist góður. Vandamálin …

Amsterdamska

Fékk rétt í þessu þá fregn að Olga Amsterdamska sé látin. Hún var einhver veigamesti vísindafélagsfræðingur samtímans. Held að allir stúdentar í nútíma-vísindafélagsfræði séu látnir lesa ritdóm hennar um Science in Action eftir Bruno Latour. Ritdómurinn bar þann aggressíva titil: Surely You Are Joking, Monsieur Latour! (sem er ótrúlega svalt nafn á grein…) Þar pönkaðist …

Ekki þetta, Ögmundur

Þegar Icelandair segir upp tugum flugmanna eða Íslensk erfðagreining tilkynnir um enn eina hópuppsögnina, má búast við því að forstjórarnir mæti í sjónvarpið og útskýri að þetta hafi nálega engin áhrif á rekstur fyrirtækisins og verði mætt með skipulagsbreytingum. Auðvitað sjá flestir í gegnum svona málflutning. Það mætti vera furðulega rekið fyrirtæki þar sem þjónustan …

Nafnleysingjarnir

Nú er ég svo sem alveg sammála Björgvin G. Sigurðssyni í því að nafnlaus og rætin skrif á netinu eru hvimleitt fyrirbæri… …en maður spyr sig samt hvort það sé ekki aðeins of langt gengið að láta setja lög á Vef-Þjóðviljann?

Maradona (b)

Maradona er daufur í dálkinn í hálfleik. Argentínumennirnir hafa hlaupið mikið, en alveg gleymt því að standa vörnina gegn Brasilíumönnum. Það er raunveruleg hætta á að argentíska liðinu mistakist að komast á HM, sem yrði stórskandall. Þar sem Maradona er mesti knattspyrnumaður sögunnar, þá er óskaplega leiðinlegt að fylgjast með þjálfaraferil hans mistakast svona heiftarlega. …

G-orðið

G-orðið kom upp hér á Mánagötunni í dag. Ólína (4 ára og 4 mánaða) spurði sem sagt spurningarinnar: „Hver er Guð?“ (Það að þessi spurning hafi ekki komið upp fyrr, segir líklega sitt um að leikskólapresturinn sem mætti á Sólhlíð í fyrra – hafi ekki verið að ná í gegn hjá krökkunum…) Barnið hafði sem …