Já, ráðherra & Staksteinar

Yes, Minister! – eru mögulega bestu stjórnmálaskýringaþættir sem gerðir hafa verið. Legg til að sem sparnaðarráðstöfun í rekstri Háskólans verði einum kennara stjórnmálafræðiskorar sagt upp en nemendunum í staðinn gefið heildarsafn þáttanna. Held að það myndi bæði tryggja ódýrari rekstur og skila okkur betri stjórnmálafræðingum. Í sígildum þætti takast ráðherrann og ráðuneytisstjórinn á um hugmyndir …

Spádómur

Hér er spádómur: Eftir 40 ár – verða tungumálaþýðingarforrit orðin gríðarlega fullkomin og búin að gjörbreyta því hvernig við hugsum um tungumál. Vísitöluíslendingurinn mun jöfnum höndum geta lesið dagblöð á grænlensku, hlustað á útvarpsfréttir á Swahili og horf á textaðar teiknimyndir á kínversku. Þá mun fólki finnast rosalega fyndið að grafa upp tilvitnanir í gömul …

Rauðu djöflarnir (b)

Á morgun spilar Luton við Rauðu djöflana. …nei, ekki Manchester United, heldur hina Rauðu djöflana – Crawley Town. Stemningin hjá Luton-mönnum er þunglyndisleg. Erum í fimmta sæti, en með leik til góða, eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjunum. Markatalan er 8:3 – sem segir nú sína sögu. Við höfum í raun …