Samningurinn

Egill Helgason rekur (og það ekki í fyrsta sinn) spádóm sinn um niðurstöðu Icesave-málsins. Hún er á þá leið að Íslendingar muni aldrei koma til með að borga nema hluta þeirra upphæða sem nú eru í umræðunni, þar sem ljóst megi vera að þjóðirnar muni þurfa að setjast niður að samningaborðinu á nýjan leik eftir …

Þarmar

Í framhaldi af fyrri bloggfærslu um þýðingarforrit á netinu… Fyrr í dag var mér bent á upplýsingasíðu á vegum Reykjavíkur þar sem fjallað er um möguleika ferðamanna á að fræðast um jarðvarma og orkunýtingu. Textinn var að stofni til fenginn úr kynningarriti sem prentað var í tugþúsundum eintaka og dreift um allar trissur. Gamalt og …

Já, ráðherra & Staksteinar

Yes, Minister! – eru mögulega bestu stjórnmálaskýringaþættir sem gerðir hafa verið. Legg til að sem sparnaðarráðstöfun í rekstri Háskólans verði einum kennara stjórnmálafræðiskorar sagt upp en nemendunum í staðinn gefið heildarsafn þáttanna. Held að það myndi bæði tryggja ódýrari rekstur og skila okkur betri stjórnmálafræðingum. Í sígildum þætti takast ráðherrann og ráðuneytisstjórinn á um hugmyndir …

Spádómur

Hér er spádómur: Eftir 40 ár – verða tungumálaþýðingarforrit orðin gríðarlega fullkomin og búin að gjörbreyta því hvernig við hugsum um tungumál. Vísitöluíslendingurinn mun jöfnum höndum geta lesið dagblöð á grænlensku, hlustað á útvarpsfréttir á Swahili og horf á textaðar teiknimyndir á kínversku. Þá mun fólki finnast rosalega fyndið að grafa upp tilvitnanir í gömul …