Money (b)

Orðrómurinn í fótboltaheiminum er sá að Richard Money verði næsti stjóri hjá Luton. Hann var til skamms tíma yfir knattspyrnuakademíu Newcastle og var stjóri hjá Walsall um tíma. Lék eitt tímabil með Liverpool og varð Evrópumeistari. Mönnum ber saman um að hann sé góður stjóri sem skili árangri, en að menn megi ekki búast við …

17.200

Óskaplega var hún pínleg uppákoman, þegar forstjóri álversins fyrir austan kom í fjölmiðla og sagði fyrirtæki sitt borga fjóra milljarða í beina skatta. Tveimur dögum síðar var vitleysan hrakin ofan í hann, enda kom á daginn að maðurinn reiknaði inn í þá upphæð skattana sem starfsfólkið hans greiðir. Ekki lét stjórinn þessar leiðréttingar slá sig …

Villifé

Á færeyska þjóðminjasafninu gefur að líta marga merkilega gripi. Þar á meðal uppstoppað sauðfé. Þar er um að ræða ævagamalt kindakyn sem lifði villt á eyjunum frá því að fyrsta fólkið settist þar að (væntanlega allnokkru fyrir landnám norrænna manna). Þessar sérkennilegu skepnur lifðu lengst á Suðurey og mögulega e-m smáeyjum, en á nítjándu öld …

Frambókin í BMM

Bókin mín um sögu Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið til sölu á skrifstofu félagsins frá því í vor og í fatahreinsuninni Úðafossi undanfarnar vikur. Þar sem líður að jólabókaflóði hefur hins vegar komið til tals að bókin mætti fást víðar. Ég hafði samband við Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum og Pennann/Eymundsson og kannaði hvort verslanirnar …

Leikur ársins (b)

Stærsti leikur ársins gæti farið fram annað kvöld (eða reyndar strangt til tekið í kvöld, þriðjudagskvöld). Öfugt við hinn yfir-hæpaða leik Liverpool og Manchester United, hefur þessi viðureign litla athygli fengið í fjölmiðlum. Hún er þó mögulega upp á líf og dauða. Um er að ræða viðureign Chester og Barrow í enska bikarnum. Á laugardag …

Hamborgarinn og pizzusneiðin

Núna keppast menn við að rifja upp þegar Davíð Oddsson át fyrsta McDonalds-hamborgarann. Það var pínlegt augnablik. Annað og ekki síður merkilegt atvik úr matarsögunni var þegar Íslendingar ákváðu að kenna Evrópubúum að éta skyndibita og Pizza 67 gerðist alþjóðleg keðja. Ólafur Ragnar át fyrstu pizzasneiðina á Strikinu. Illu heilli ekki með hníf og gafli, …

Sólstjakar

Um daginn lauk ég við að lesa fyrstu jólabókina. Það er alltaf dálítið sérstök tilfinning. Bókin sem varð fyrir valinu var Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson, sem hefur alltaf verið í einna mestu uppáhaldi hjá mér af íslensku krimmahöfundunum. Til þessa hefur Viktor Arnar skipt um söguhetjur milli bóka, en í Aftureldingu (sem nefndist Mannaveiðar …

Schengen – til minnis

Starfsárið 1999-2000 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu til að fullgilda aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum. Hana má lesa hérna. Það er ágætt að lesa greinargerðina með tillögunni, þar sem farið er yfir eitt og annað varðandi framkvæmdina. Þar er til dæmis umfjöllun um ábyrgð á meðferð hælisbeiðna og hvernig túlka beri Dyflinnarsamninginn. Þar segir m.a.: Hvert aðildarríki getur …