Það var furðuleg uppákoma í gær þegar formaður og fv. formaður Framsóknarflokksins gengu á fund forsætisráðherra til að flytja þær stórfréttir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður á norska stórþinginu vilji lána Íslendingum svimandi upphæðir.
Þetta þóttu mönnum mikil tíðindi…
…það er, þeim mönnum sem ekki muna fréttir stundinni lengur.
Þeir sem fylgdust með fréttum af lánamálum Íslands nú í sumar, voru ekki jafn hissa. Enda sagði fréttavefur Morgunblaðsins frá þessari afstöðu Per Olafs Lundteigens um miðjan ágústmánuð!!!!! Um það má einmitt lesa hér.
Voru kannski Sigmundur og Höskuldur að gúggla á netinu og römbuðu inn á sex vikna gamla Moggafrétt og hugsuðu: „Hey, skyldi þetta líka hafa farið framhjá Jóhönnu?“ – stukku svo upp í jeppann og reykspóluðu af stað?