Enn af Mánudagsblaðinu

Mánudagsblaðið: 9. apríl 1979:

„Það tíðkast nú mjög að stúlkur hóti nauðgunarkæru ef þær hafa ekkert uppúr krafsinu. Menn geta ímyndað sér „ástand“ stúlku sem lætur „taka“ sig í kyndingarklefa skemmtistaðar og síðan æpir „nauðgun“. Þetta virðist annarsvegar benda til þess að ekki hafi „nauðgarinn“ greitt fyrir hoppið en hinsvegar að ákærandinn hafi ekki fengið fullt gaman eða gagn af samförunum. Síðan er hlaupið með þetta í blöðin, og auðvitað spyrst út hver karlmaðurinn hafi verið. Auðvitað fylgir þessu það, að mannorð hans er í rusli, hjónaband, ef hann er giftur komið í vandræði. Það ætti að auglýsa þessar skjátur vel í blöðum, („jafnrétti“) birta mynd af þeim í stað þess að upphefja þennan feluleik löggunnar, sem auðvitað kemst upp. Áður fyrr fyrir daga pillunnar, hótuðu þær barni nema hjónaband væri í augsýn, en nú er öldin önnur. Það er að lögregla þjóðar sem er 30-40% óskilgetin skuli orðalaust taka mark á svona kærum sýnir hversu brjóstvitið er mikið hjá þessum köppum.“

Jahá…