Kidderminster (b)

Luton er enn ekki búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra eftir brottrekstur öðlingsins Harfords. Íhlaupamennirnir eru þó að skila góðum árangri – í dag vannst útisigur á Kidderminster Harriers, 1:2, með sigurmarki í uppbótartíma. Af hverju er svona mikið skemmtilegra að vinna með marki á lokamínútunni en t.d. á 63.mínútu?

Þau toppliðanna sem léku í dag unnu öll. Oxford heldur áfram sigurgöngunni, unnu 5:0. Erum sem fyrr ellefu stigum á eftir Oxford og í fimmta sæti, en núna aðeins tveimur stigum á eftir liðunum í öðru og þriðja sæti.

Tökum á móti Altrincham eftir viku, þá hlýtur að verða kominn nýr stjóri. Sá má ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar.