Kikk

Íha!

Henti í hálftóma þvottavél – gagngert til að ná að tæma óhreinatauskörfuna. Og þá meina ég TÆMA. Það er EKKERT óhreint. Ekki sokkapar. Ekki knallrauð treyja eða dúkur sem má bara þvo á einhverju obskjúr þvottaprógrami.

Ekkert! Nada! Nul & nix!

Þetta er sama kikk og að hreinsa borðið í Tetris… skiptir engu þótt maður viti að eftir 5 mínútur verði komnar skítugar naríur eða óhreint handklæði.

Hahaha… ég er konungur þvottafjallsins.

Mér er drullusama þótt þetta hljómi hrikalega borgaralega. Ég er langflottastur – og ætti skilið að fara á barinn.