Hneit þar!

Um nokkurt skeið hef ég verið á póstlista áhugamanna um ESB-mál (segið svo að maður sé ekki duglegur að kynna sér málin út frá öllum hliðum). Þar birtast á degi hverjum 1-2 ábendingar um bloggskrif og blaðagreinar varðandi mögulega ESB-aðild Íslands. Þannig fá ég ábendingu um það samdægurs í hvert sinn sem Eiríkur Bergmann tjáir sig á neti eða prenti. Ekkert nema gott um það að segja.

Í dag sendi forstöðumaður listans út frétt frá BBC um að Evrópusambandið viðurkenndi skoska gelísku sem samskiptatungumál við sambandið. Þetta er talin sönnun þess að Íslendingum verði ekki skotaskuld úr að fá fulla viðurkenningu á sínu tungumál.

Yfirskrift skeytisins var: „Er íslenskunni hólpið innan ESB?“

Er það bara mér sem finnst þetta fyndið?