Orðaskilningur

Orðaskilningur manna er misjafn.

Í morgun las ég grein í Fréttablaðinu eftir Davíð Þór Jónsson. Hún bar titilinn „Vígð smámenni“. Ekki ímyndaði ég mér í eitt augnablik að Davíð Þór væri að brigsla sr. Gunnari um að vera lágvaxinn. Ég held að sr. Gunnar hafi ekki skilið sneiðina þannig heldur.

Síðdegis lentu Steingrímur Joð og Tryggvi Þór Herbertsson í orðahnippingum.

Tryggvi Þór kaus að skilja rimmuna sem svo að Steingrímur væri að gera grín að líkamlegum burðum hans… – aldrei datt mér sú túlkun í hug.