Um spádóma

Það er fjör í athugasemdakerfinu við færsluna hér að neðan. Efni hennar er líka rætt á Eyjunni og á öðrum bloggsíðum.

Reyndar virðist fara fram hjá flestum sem tjá sig um málið, að færslan er fyrst og fremst pólitískur spádómur. Er það þó sagt berum orðum.

Það þýðir að innan fáeinna mánaða mun koma í ljós hvort ég hef lesið stöðuna rétt eða hvort ég verð að éta allt saman ofan í mig. Auðvitað má skemmta sér við að rífast fram og til baka yfir spádómum, en stundum er best að bíða bara rólegur og sjá til hvort þeir koma fram.

Reyndar ætti ég kannski að bæta við að ég er ekki alveg nógu ánægður með spádóminn að því leyti að í honum er því slegið föstu að Gylfi Magnússon eigi víst framhaldslíf í stjórninni eftir næstu uppstokkun. Ég er alls ekki viss um að sú verði endilega raunin. Mögulega víkja þau bæði og ég yrði hissa ef allir pólitísku ráðherrarnir sætu áfram.