Money (b)

Orðrómurinn í fótboltaheiminum er sá að Richard Money verði næsti stjóri hjá Luton.

Hann var til skamms tíma yfir knattspyrnuakademíu Newcastle og var stjóri hjá Walsall um tíma. Lék eitt tímabil með Liverpool og varð Evrópumeistari. Mönnum ber saman um að hann sé góður stjóri sem skili árangri, en að menn megi ekki búast við leiftrandi sóknarbolta.

Jæja, aðalmálið er að komast upp um deild.