Um spádóma

Það er fjör í athugasemdakerfinu við færsluna hér að neðan. Efni hennar er líka rætt á Eyjunni og á öðrum bloggsíðum. Reyndar virðist fara fram hjá flestum sem tjá sig um málið, að færslan er fyrst og fremst pólitískur spádómur. Er það þó sagt berum orðum. Það þýðir að innan fáeinna mánaða mun koma í …

Ópólitískt flopp

Ein af verri hugmyndum seinni ára í íslenskum stjórnmálum er sú að skynsamlegt sé að skipa ópólitíska ráðherra. Sumir, þar á meðal Borgarahreyfingin, hafa meira að segja heimtað utanþingsstjórn sem að öllu leyti yrði skipuð ópólitískum ráðherrum. Hugmyndin gengur út á að slíkir ráðherrar séu svo ofboðslega faglegir og því farsælli í starfi en labbakútarnir …

Ráðgátan

Áhugaverð frétt á Vísi. Vigdís Hauksdóttir furðar sig á skuldastöðu Landsvirkjunar: „Fyrirtækið skuldar geysilega mikið og ég er undrandi á því hvernig þetta fyrirtæki sem hefur bæði tekjur og gjöld í erlendum myntum hafi getað skuldsett sig svona mikið á undanförnum árum“. Þetta er vissulega áleitin spurning. Legg til að skipaður verði vinnuhópur til að …

Forsíðufréttin

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er stórundarleg. Þar heimtar Árni Sigfússon milljarð króna frá ríkinu til að gera höfn. Ef ríkissjóður snarar ekki fram þessum eittþúsund milljónum á mestu niðurskurðartímum seinni áratuga, þá er það víst tómur þvergirðingsháttur stjórnmálamanna. Annars staðar í fréttinni kemur reyndar fram að samkvæmt gildandi lögum, er þessi hafnargerð ekki í verkahring ríkisins. …

Prestsmálið

Þrjú stærstu málin á Íslandi í dag (ef marka má dálksentimetra í blöðum og á bloggi) eru: i) Icesave – og þá spurningin um hvort íslenska ríkið sé með samkomulagi dagsins að leggja grunn að fjárhagslegri endurreisn sinni eða hneppa sig í ævarandi skuldafjötra. ii) Svínaflensa – og þá spurningin um hvort við stöndum frammi …

Orðaskilningur

Orðaskilningur manna er misjafn. Í morgun las ég grein í Fréttablaðinu eftir Davíð Þór Jónsson. Hún bar titilinn „Vígð smámenni“. Ekki ímyndaði ég mér í eitt augnablik að Davíð Þór væri að brigsla sr. Gunnari um að vera lágvaxinn. Ég held að sr. Gunnar hafi ekki skilið sneiðina þannig heldur. Síðdegis lentu Steingrímur Joð og …

Hneit þar!

Um nokkurt skeið hef ég verið á póstlista áhugamanna um ESB-mál (segið svo að maður sé ekki duglegur að kynna sér málin út frá öllum hliðum). Þar birtast á degi hverjum 1-2 ábendingar um bloggskrif og blaðagreinar varðandi mögulega ESB-aðild Íslands. Þannig fá ég ábendingu um það samdægurs í hvert sinn sem Eiríkur Bergmann tjáir …