Ópólitískt flopp

Ein af verri hugmyndum seinni ára í íslenskum stjórnmálum er sú að skynsamlegt sé að skipa ópólitíska ráðherra. Sumir, þar á meðal Borgarahreyfingin, hafa meira að segja heimtað utanþingsstjórn sem að öllu leyti yrði skipuð ópólitískum ráðherrum. Hugmyndin gengur út á að slíkir ráðherrar séu svo ofboðslega faglegir og því farsælli í starfi en labbakútarnir …

Ráðgátan

Áhugaverð frétt á Vísi. Vigdís Hauksdóttir furðar sig á skuldastöðu Landsvirkjunar: „Fyrirtækið skuldar geysilega mikið og ég er undrandi á því hvernig þetta fyrirtæki sem hefur bæði tekjur og gjöld í erlendum myntum hafi getað skuldsett sig svona mikið á undanförnum árum“. Þetta er vissulega áleitin spurning. Legg til að skipaður verði vinnuhópur til að …

Forsíðufréttin

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er stórundarleg. Þar heimtar Árni Sigfússon milljarð króna frá ríkinu til að gera höfn. Ef ríkissjóður snarar ekki fram þessum eittþúsund milljónum á mestu niðurskurðartímum seinni áratuga, þá er það víst tómur þvergirðingsháttur stjórnmálamanna. Annars staðar í fréttinni kemur reyndar fram að samkvæmt gildandi lögum, er þessi hafnargerð ekki í verkahring ríkisins. …

Prestsmálið

Þrjú stærstu málin á Íslandi í dag (ef marka má dálksentimetra í blöðum og á bloggi) eru: i) Icesave – og þá spurningin um hvort íslenska ríkið sé með samkomulagi dagsins að leggja grunn að fjárhagslegri endurreisn sinni eða hneppa sig í ævarandi skuldafjötra. ii) Svínaflensa – og þá spurningin um hvort við stöndum frammi …

Orðaskilningur

Orðaskilningur manna er misjafn. Í morgun las ég grein í Fréttablaðinu eftir Davíð Þór Jónsson. Hún bar titilinn „Vígð smámenni“. Ekki ímyndaði ég mér í eitt augnablik að Davíð Þór væri að brigsla sr. Gunnari um að vera lágvaxinn. Ég held að sr. Gunnar hafi ekki skilið sneiðina þannig heldur. Síðdegis lentu Steingrímur Joð og …

Hneit þar!

Um nokkurt skeið hef ég verið á póstlista áhugamanna um ESB-mál (segið svo að maður sé ekki duglegur að kynna sér málin út frá öllum hliðum). Þar birtast á degi hverjum 1-2 ábendingar um bloggskrif og blaðagreinar varðandi mögulega ESB-aðild Íslands. Þannig fá ég ábendingu um það samdægurs í hvert sinn sem Eiríkur Bergmann tjáir …

The Damned United

Þegar ég var í sagnfræðinni í Háskólanum fyrir rúmum áratug drýgði ég sumarhýruna með því að þjálfa ræðulið framhaldsskólanema fyrir góðan pening. Ekki beinlínis sú vinna sem ég er stoltastur af – en ég var hins vegar helvíti góður í því og var kominn upp í fínt tímakaup undir rest. Einhverju sinni var ég á …