Komst að því í dag að maður sem leigði í kjallaranum á Mánagötunni um nokkurra mánaða skeið, er ennþá skráður með lögheimili þar. Í millitíðinni hefur íbúðin skipt um eigendur. Hvernig snýr maður sér í svona löguðu? Getur það valdið nágranna mínum vandræðum að maður honum alls ótengdur sé með lögheimili í íbúðinni hans? Spyr …
Monthly Archives: október 2009
Kikk
Íha! Henti í hálftóma þvottavél – gagngert til að ná að tæma óhreinatauskörfuna. Og þá meina ég TÆMA. Það er EKKERT óhreint. Ekki sokkapar. Ekki knallrauð treyja eða dúkur sem má bara þvo á einhverju obskjúr þvottaprógrami. Ekkert! Nada! Nul & nix! Þetta er sama kikk og að hreinsa borðið í Tetris… skiptir engu þótt …
Stjörnu-
Einföld leit á Tímaritavef Landsbókasafnsins sýnir að orðið „stjörnuleikur“ hefur verið notað í meira en hálfa öld. Það vísar þá bæði til góðrar frammistöðu á leiksviði eða í íþróttakeppni. Að öðru leyti hefur notkun „stjörnu-“ forskeytisins verið frekar tilviljanakennd í íslensku. Frægir Hollývúddleikarar hafa fengið sæmdarheitið „stjörnuleikarar“ og hugtakið „stjörnulögmaður“ var kynnt til sögunnar í …
Skilnaður
Í margra ára gömlum grínþætti í sjónvarpinu var par látið standa uppi við altarið hjá presti í kirkju og skilja með mikilli viðhöfn. Þetta þótti ægilega fyndið. Gott ef Laddi var ekki presturinn og endaði á orðunum: „Þú mátt lemja brúðina“ – eða e-ð álíka. En þótt hugmyndin hafi þótt fyndin, var hún e.t.v. ekki …
Julian Dicks (b)
Fyrir mörgum, mörgum árum – meðan ég nennti ennþá að fylgjast vel með gangi mála í efstu deild í Englandi, var Julian Dicks einn allra harðasti naglinn. Lengst af spilaði hann með West Ham, en átti eitt eða tvö ár hjá Liverpool. Núna er Dicks orðinn stjóri hjá Grays Athletic, sem verða einmitt mótherjar Luton …
Kidderminster (b)
Luton er enn ekki búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra eftir brottrekstur öðlingsins Harfords. Íhlaupamennirnir eru þó að skila góðum árangri – í dag vannst útisigur á Kidderminster Harriers, 1:2, með sigurmarki í uppbótartíma. Af hverju er svona mikið skemmtilegra að vinna með marki á lokamínútunni en t.d. á 63.mínútu? Þau toppliðanna sem léku í dag …
Enn af Mánudagsblaðinu
Mánudagsblaðið: 9. apríl 1979: „Það tíðkast nú mjög að stúlkur hóti nauðgunarkæru ef þær hafa ekkert uppúr krafsinu. Menn geta ímyndað sér „ástand“ stúlku sem lætur „taka“ sig í kyndingarklefa skemmtistaðar og síðan æpir „nauðgun“. Þetta virðist annarsvegar benda til þess að ekki hafi „nauðgarinn“ greitt fyrir hoppið en hinsvegar að ákærandinn hafi ekki fengið …
Áhugaverð tillaga
Hugmynd Hreyfingarinnar um stórfjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík – úr fimmtán í 61 er áhugaverð. Frá henni er sagt á Eyjunni og eins og vænta mátti reka menn upp ramakvein í athugasemdakerfinu. Tillagan er alls ekki galin – en hafa ber í huga að með henni væri verið að gera meira en bara að bæta við …
Mánudagsblaðið
Eins og margoft hefur komið fram á þessum vettvangi, finnst mér Tímaritavefur Landsbókasafnsins vera frábær! Hef stundum sent inn óskalista með blöðum sem mér finnst tilfinnanlega vanta og hvort sem ægivaldi mínu er að þakka eða einhverju öðru þá hefur mikið af því efni nú ratað inn á vefinn. Ein nýjasta viðbótin er Mánudagsblaðið, sem …
Af hverju ekki ég?
Úr því að Obama fær það eitt að vera EKKI George W. Bush… af hverju var þá ekki hægt að veita mér þessi verðlaun? Nú er ég heldur ekki George W. Bush? Eða öllu heldur – af hverju ákvað nefndin þá ekki bara að gefa ÖLLUM í heiminum verðlaunin NEMA Bush? Hvað eru hundrað milljón …