Öfug sálfræði

Öfug sálfræði er gríðarlega vanmetið fyrirbæri í stjórnmálum. Dæmi um það mátti sjá þegar Samfylkingin kaus milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar um árið. Össur var furðusterkur meðal flokksmanna, miðað við það sem gerðist meðal almennra kjósenda. Það var staðfest í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Í veikri von um að geta haft áhrif …

Sónninn: sagan öll

Fyrir áhugafólk um dularfulla sóninn á Mánagötunni… Þetta hafði ekkert með rafmagnið að gera eftir alltsaman. Fékk pípara í dag. Hann skipti um pumpu í klósettkassanum hjá Siggu á efri hæðinni. Og núna er ýlfrið úr sögunni. Ekki dramatískasta skýringin eftir allt saman.

Vegur til verðtryggingar

Rakst á skemmtilega auglýsingu í gömlu Alþýðublaði á hinum frábæra tímaritavef. Þar eru auglýst happdrættisskuldabréf Seðlabankans, sem gefin voru út til að fjármagna vegaframkvæmdir. Auglýsingin segir sitt um hvernig málum var háttað á þessum árum, ekki hvað síst varðandi verðbólguna. Ég fékk happdrættisskuldabréf í vöggu- eða skírnargjöf. Mörgum árum síðar, þegar það var laust til …

Þung spor (b)

Ég ætla ekki að blogga um bikarúrslitaleikinn í gær. Er ennþá of aumur til þess. Hitt fótboltasvekkelsi vikunnar tengist Luton Town. Liðið hefur farið illa af stað og á miðvikudaginn komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að knattspyrnustjórinn yrði að fara. Það var hægara sagt en gert, því karlinn í brúnni er enginn annar en Mick …

Voru þeir að lesa Moggavefinn?

Það var furðuleg uppákoma í gær þegar formaður og fv. formaður Framsóknarflokksins gengu á fund forsætisráðherra til að flytja þær stórfréttir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður á norska stórþinginu vilji lána Íslendingum svimandi upphæðir. Þetta þóttu mönnum mikil tíðindi… …það er, þeim mönnum sem ekki muna fréttir stundinni lengur. Þeir sem fylgdust með fréttum af …