Stubbur er týndur. Uppáhaldsbangsi Ólínu til margra ára fékk að fara niður í bæ til að fylgjast með því þegar kveikt var á Oslóartrénu. Og núna er hann týndur. Stubbur er bleikur/rauður teletöbbí (Pó). Hann er merktur Ólínu, en líklega ekki með símanúmeri. Nú er ekki gaman. * * * Uppfært: Komið hefur í ljós …
Monthly Archives: nóvember 2009
Til sjónvarps? (b)
Önnur umferð aðalhluta ensku bikarkeppninnar er leikin um helgina. Í dag lék Luton við Rotherham á útivelli – strembinn leikur gegn liði sem er á góðu róli einni deild ofar. Náðum 2:2 jafntefli og tryggðum okkur þannig heimaleik, væntanlega annan miðvikudag. Það kvöld verða þessar viðureignir: Millwall : Staines Stockport : Torquay Barnet : Accrington …
Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: VI.hluti (b)
Það er víst ekki eftir neinu að bíða með að ljúka úttektinni á liðunum á HM 2010, enda spenntir lesendur þegar farnir að fabúlera í athugasemdakerfinu um hvaða lið verði fyrir valinu. 28. Suður-Afríka HM í ár er haldið í Afríku vagna þess að Sepp Blatter þurfti að tryggja sér atkvæði. (Ekki þar fyrir að …
Continue reading „Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: VI.hluti (b)“
Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: V.hluti (b)
Hver verður Hálendingurinn 2010? Komið er að fimmtu grein af sex og spennan vex sífellt (sem er reyndar lygi – enda nennir varla nokkur maður að kommenta á nýjustu greinarnar…) Núna er röðin hins vegar komin að fimm Evrópulöndum… 23. Portúgal Brons á HM fyrir 45 árum og silfur á EM á heimavelli er það …
Continue reading „Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: V.hluti (b)“
Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: IV.hluti (b)
Áfram heldur hin strangvísindalega yfirferð liðanna á HM í Suður-Afríku. Að þessu sinni verður tekinn fyrir hópur skemmtilegra liða sem flest hljóta að teljast minni spámenn. 18. Mexíkó Mexíkó er kerfisbundið vanmetið þegar kemur að HM. Ef árangur liðinna ára er skoðaður kemur í ljós að þetta er lið sem fastlega má búast við í …
Continue reading „Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: IV.hluti (b)“
Nornin
Fyrir nokkrum mánuðum lenti ég í smáritdeilu við Gísla Martein Baldursson. Hann hafði skrifað frekar kjánalega grein um Margréti Thatcher sem gekk efnislega út á að einu sinni hefði Thatcher verið æði umdeild, en í seinni tíð væru nú eiginlega allir á því valdatími hennar hefði bara verið helvíti fínn… Þetta fannst mér mögnuð skrif …
Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: III.hluti (b)
Nú er komið að kanónum á HM, þremur liðum sem stefna væntanlega á heimsmeistaratitilinn sjálfan. Leynist uppáhaldslið í þessum potti? Hvar er Valli? 12. Frakkland Ég hélt með Frökkum á EM 1996, aftur á HM tveimur árum síðar, líka á EM 2000 og loks í leiðindakeppninni í Japan og Suður-Kóreu 2002. Hin ömurlega spilamennska Frakkanna …
Continue reading „Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: III.hluti (b)“
Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: II.hluti (b)
Áfram heldur hið æsispennandi val á eftirlætisliði Stefáns á HM 2010. Þessi bloggsyrpa hefur þegar vakið mikla athygli fótboltanjarða. Aðrir lesendur þessarar síðu rífa hár sitt og skegg – eins og ég gerði raunar sjálfur í kvöld yfir Kastljósviðtalinu við siðblinda útlenska bankamanninn. Nema hvað, vindum okkur þá í lið 6-11: 6. Chile Ef ég …
Continue reading „Hálendingurinn 2010 – stund ákvörðunar: II.hluti (b)“
Nýja félagið
Um daginn kom ég að því að stofna félag. Og það sem meira er, ég tók meira að segja sæti í fyrstu stjórn þess – vinnustjórn sem sitja mun þar til haldinn hefur verið skikkanlegur aðalfundur á vormisseri. Þetta er félagið „Hagstund: hagsmunafélag stundakennara á háskólastigi“. Fyrstu viðbrögð mín, þegar ég var beðinn um að …
Gólfefni
Fékk fyrirspurn í vinnunni í morgun tengda reykvískum gólfum. Gat ekki svarað með góðu móti. Hvenær fóru Íslendingar að leggja parket í húsum sínum og/eða hvenær fór það að tíðkast að hylja ekki timburgólf með teppum og mottum? Hangir þetta e.t.v. saman við hitaveitulagningu? Hefur e-ð verið ritað um gólfefnasögu Íslendinga? Þessu tengt: hvenær varð …