Gólfefni

Fékk fyrirspurn í vinnunni í morgun tengda reykvískum gólfum. Gat ekki svarað með góðu móti.

Hvenær fóru Íslendingar að leggja parket í húsum sínum og/eða hvenær fór það að tíðkast að hylja ekki timburgólf með teppum og mottum? Hangir þetta e.t.v. saman við hitaveitulagningu?

Hefur e-ð verið ritað um gólfefnasögu Íslendinga?

Þessu tengt: hvenær varð það alsiða meðal Íslendinga að fara úr skónum þegar farið er inn í annarra manna hús? Víða erlendis þykir slíkt sérkennileg hegðun í meira lagi.

Þrömmuðu Reykvíkingar á sokkaleistunum um heimili gestgjafa sinna alla tuttugustu öldina? Spyr sá sem ekki veit.