Fyrir nokkrum mánuðum lenti ég í smáritdeilu við Gísla Martein Baldursson. Hann hafði skrifað frekar kjánalega grein um Margréti Thatcher sem gekk efnislega út á að einu sinni hefði Thatcher verið æði umdeild, en í seinni tíð væru nú eiginlega allir á því valdatími hennar hefði bara verið helvíti fínn…
Þetta fannst mér mögnuð skrif í ljósi þess að Gísli Marteinn hefur búið í Skotlandi. Mín reynsla er sú að þar í landi sé Thatcher um það bil miðja vegu á milli svínaflensu og manna sem drepa smádýr sér til skemmtunar í vinsældum.
Held að þetta myndskeið nái ágætlega stemningunni norðan landamæranna…
* * *
Uppfært: Kannski Gísli ætti að skella sér á fótboltaleik ytra. Það er t.d. alltaf stemning á pöllunum hjá Celtic þegar þetta lag er sungið…