Stubbur er týndur.
Uppáhaldsbangsi Ólínu til margra ára fékk að fara niður í bæ til að fylgjast með því þegar kveikt var á Oslóartrénu. Og núna er hann týndur.
Stubbur er bleikur/rauður teletöbbí (Pó). Hann er merktur Ólínu, en líklega ekki með símanúmeri.
Nú er ekki gaman.
* * *
Uppfært: Komið hefur í ljós að Stubbur sást undir ljósastaur neðst á Túngötu – við hótelið á horni Aðalstrætis um kl. 17. Klukkutíma síðar var hann ekki þar lengur, svo væntanlega hefur einhver gripið hann með sér í millitíðinni. Hótelið kannaðist ekki við að hafa fengið hann í sínar hendur og ekki Hjálpræðisherinn heldur.