Útvapsmómentið

Hlustaði á morgunþátt Bylgjunnar á leiðinni með dótturina á leikskólann – sem aldrei skyldi verið hafa.

Gissur fréttamaður var að ræða við þáttarstjórnendur og uppfræddi þau um að ABBA yrði að líkindum hleypt inn í frægðarhöll rokksins á nýju ári. Öll þrjú voru mjög ánægð með það, enda tónlist ABBA með eindæmum grípandi og skemmtileg.

Gissur: Svo er reyndar önnur hljómsveit sem kemur til greina. The Stooges. Hún var svona svar Breta við ABBA, en það man enginn eftir neinu lagi með þeim.

Jahá.

Join the Conversation

4 Comments

 1. Þetta er einhver misskilningur, hvort sem hann skal skrifa á þig eða Gissur.

  Stooges eru meðal þeirra banda, sem eru tilnefnd til Valhallar vaggs og veltu að þessu sinni (einu sinni sem oftar). Það er ekki svar Breta við einu eða neinu, enda frá Vesturheimi og hneyksli kannist hann ekki við neitt lag með Iggy og félögum.

 2. Einmitt… það var þetta sem fór fyrir brjóstið á mér – að Gissuri skyldi hafa tekist að koma tveimur staðreyndavillum og einni afhjúpun um fáfræði inn í eina stutta setningu, með því að gera Stooges af breskri blöðrupoppsveit og játa að hann kannaðist ekki við neitt laga þeirra…

 3. Látum okkur nú sjá:

  Stooges eru bandarískir, ekki breskir.
  Stooges spiluðu allt öðruvísi tónlist en ABBA, og því varla hægt að kalla þá svar við þeirri síðarnefndu.

  Þriðja villan: ABBA var stofnuð ári eftir að fyrsta platan með Stooges kom út, og heilum þremur árum eftir að Stooges komu fyrst saman, svo það væri réttara að tala um ABBA sem svar við Stooges, ef ekki kæmi til munurinn á tónlistarstílnum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *