Uppgjöf skynseminnar

Fyrir tíu árum – um áramótin 1999/2000 vildu fjölmargir vitleysingar halda aldamót. Fólk sem kunni að reikna varði ómældum tíma í að reyna að útskýra fyrir fáráðunum að aldamótin yrðu ekki fyrr en að ári.

Núna virðist allt þetta góða fólk hafa gefist upp.

Að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við neinar greinar þar sem sett er spurningamerki við allar greinarnar og upprifjanirnar á „besta eða merkilegasta hinu og þessu“ áratugarins.

Heimur versnandi fer.