Uppgjöf skynseminnar

Fyrir tíu árum – um áramótin 1999/2000 vildu fjölmargir vitleysingar halda aldamót. Fólk sem kunni að reikna varði ómældum tíma í að reyna að útskýra fyrir fáráðunum að aldamótin yrðu ekki fyrr en að ári.

Núna virðist allt þetta góða fólk hafa gefist upp.

Að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við neinar greinar þar sem sett er spurningamerki við allar greinarnar og upprifjanirnar á „besta eða merkilegasta hinu og þessu“ áratugarins.

Heimur versnandi fer.

Join the Conversation

15 Comments

 1. Þú meinar fólk sem kunni að telja

  1, 2, 3, 4, ….

  Jú, ég held ég muni þetta ennþá.

  Er ekki fólk bara búið að fá nóg af þessum áratug og vill sem fyrst nýjan. Annars þá er alveg hægt að tala um hvað hafi gerst á áratuginum þó hann sé ekki búinn. Þó það sé undarlegt að gera það. Það er ekki það sama og að halda uppá atburð ári áður en hann gerist.

 2. Verra þykir mér að bókin um átjándu öldina fjallar um árin 1700-1799, þegar sú öld varði með réttu frá og með 1701 til og með 1800. Held að það hafi aldrei verið neinn ágreiningur um það. Líklega smitast fólk af málvenju enskumælandi manna, sem tala um nineties, eighties, …, twenties, teens og jafnvel nougthies. Þá er rökrétt að taka árin 2000-2009 sem áratug, og 2010-2019 sem þann næsta, en við á Fróni höldum okkur við að taka fyrsta áratuginn sem 2001-2010. Og hann er ekki núllti áratugurinn eins og ég hef nokkrum sinnum heyrt sagt og séð skrifað! En auðvitað er öllum frjálst að miða við hvað sem er þegar þeir rifja upp síðasta áratug, það er þessvegna hægt að gera það á hverju ári, eða t.d. 2005-2014.

 3. Það er ekki skoðun að aldamótin voru 2000/2001 heldur staðreynd (líkt og það er staðreynd að manneskjan er með 24 rifbein). Rökræður og þras um efnið stafa af því að fólk ímyndar sér að það geti haft einhverja skoðun á þessu, sem er jafn hlálegt og að halda að það sé hægt að rökræða um það hvort Jón Sigurðsson hafi fæðst 17. júní 1811.

 4. Satt. Það er auðvitað ekkert að RÖKræða. Það er hinsvegar augljóslega verið að RÆÐA þetta. Og það er greinilega skemmtilegt.

  Ef maður er sæmilega feitur er líka talsvert gaman að telja í sér rifbeinin.

 5. Sverrir þér getur varla verið alvara með þessari rifbeinssamlíkingu.

  Ég geri ráð fyrir að þú eigir við það að í tímatalinu er ekkert ár núll. Ekki ætla ég að deila um það en ég held að margir viti þetta ekki. Við getum sagt að þetta sé staðreynd eins og þetta með rifbeinin.

  En það hvort að aldamót séu 1999-2000 eða 2000-2001 fer bara eftir því hvaða merkingu við leggjum í orðið aldamót. Merkir orðið tímann þegar þriðji aftasti tölustafurinn í ártalinu breytist eða merkir það tímann þegar frá áramótunum 1 BC til 1 AD séu liðin 100 eða 200 eða 300 og svo framvegis ár?

  Þessar tvær merkingar eru ólíkar. Hvorug þeirra er „rétt“. Sumir leggja einfaldlega aðra merkinguna í orðið aldamót en aðrir hina. Það er ekki vænlegt að ætlast til þess að aðrir skipti um skoðun á merkingu orðs þótt þér finnist önnur merkingin vera sniðugri en hin.

 6. Það sem eðalnördarnir félagar mínir gleyma alltaf er að það var aldrei neitt árið 1, né árið 10 eða svo áfram mætti telja. Þetta voru seinni tíma ákvarðanir og það vantar heilu dagana, mánuðina og stundum árin til að tímatalið passi.

  Á Íslandi var Gregoríanska tímatalið tekið upp í byrjun október árið 1700. Þá var 10 dögum sleppt úr, svo að í stað 1. október kom 11. október. Dagarnir 1. til 10. október árið 1700 hafa því aldrei verið til á Íslandi.

  Sem eðalnördar ættum við því að halda okkur við þá rökréttu tölvunarfræðireglu að maður byrjar á að telja í 0.

  Allt þetta mas um að tímatalið byrji árið 1 AD er algjör forsendubrestur og núllar út það sem út af því er leitt.

 7. Ef við viljum halda upp á aldamót í kringum 2000 hljótum við að miða við tímatalið Anno Domini sem miðar við að öldin eftir fæðingu Krists hefjist árið 1 og endi 100. Það var að vísu ekki tekið upp fyrr en mörgum öldum síðar og er mannanna verk en ef við ætlum að nota tiltekið talnakerfi þá verður notkunin að vera lógísk. Auðvitað er hægt að miða aldamótin við eitthvað allt annað og þá er hægt að halda þau á hverju ári.

  Og kerfið verður auðvitað að vera rökrétt út frá sagnfræðilegu sjónarmiði (þ.e. sem tímatal) en alls ekki út frá sjónarmiði tölvufræðinga enda kunna þeir ekki að telja upp að 2.

 8. It appears to me that this website doesnt load up in a Motorola Droid. Are other people getting the exact same issue? I like this website and dont want to have to skip it whenever Im away from my computer.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *