Misjafn smekkur

Björn Bjarnason velur fallegustu jólasöguna: „Litla stúlkan með eldspýturnar er fallegasta jólasagan fyrir utan jólaguðspjallið hjá Lúkasi. Öll börn hafa gott af að kynnast boðskap hennar og ekki síður hinir fullorðnu.“

Svona er smekkur manna ólíkur. Sjálfum hefur mér alltaf fundist þessi saga andstyggileg. Hún segir í stuttu máli frá fátæku barni sem frýs í hel fyrir hunda og manna fótum án þess að nokkur komi því til bjargar. En allt fer jú vel – því stúlkan fær himnaríkisvist hjá ömmu sinni.

Pie in the Sky, when you die! – söng Joe Hill um svona hugmyndafræði og gaf henni ekki háa einkunn.

Reyndar getum við Björn verið sammála um að allir hafi gott af því að lesa ævintýrið um Litlu stúlkuna með eldspýturnar – en ólíkum forsendum þó. Mér finnst nákvæmlega ekkert fallegt við þessa sögu. Þvert á móti.