Skelfing

Hlustaði á tvöfréttir á Bylgjunni. Þær byrjuðu seint og illa. Hef aldrei áður heyrt nafn fréttalesarans, sem líklega hefur verið að sjá um sinn fyrsta fréttatíma.

Hafi verið einhver stórtíðindi í fréttum fóru þau alveg fram hjá mér. Öll athyglin fór í að fylgjast með því hvort lesarinn fengi hjartaáfall af stressi.

Skelfingulostnari fréttamann hef ég séð eða heyrt frá því að ég varð þess aðnjótandi fyrir mörgum-mörgum árum að sjá Egil Helgason stjórna sínum fyrsta 11-fréttatíma í Sjónvarpinu.

Það er nokkuð sem  mætti vera til á Jútúb.